Franski spítalinn Fáskrúðfirði
Læknishúsið Fáskrúðfirði
Gengið er út á þessa glæsilegu bryggju frá veitingastaðnum l'Abri.
Franski spítalinn eins og hann leit út áður en byggingin var flutt af Hafnarnesi á núverandi stað.

Frönsku húsin

Endurreisn gamalla húsa á Fáskrúðsfirði

Þéttbýlið í Fáskrúðsfirði var áður kallað Búðakauptún. Fjöldi gamalla húsa hefur verið endurbyggður og setja þau skemmtilegan svip á bæinn.  

Búðakauptún var um langt skeið aðalbækistöð franskra útgerða sem gerðu út frá bæjum á norðurströnd Frakklands og eru ýmsar minjar á staðnum eftir aldalanga dvöl þeirra.

Helstu hús sem Frakkar létu reisa, byggð á árunum 1896 til 1907 hafa verið gerð upp eða endurbyggð frá grunni. Endurreisnarstarfinu stýrði Minjavernd hf. í samstarfi við Fjarðabyggð.

Þekktast þessar húsa er vafalaust Franski spítalinn, en auk hans hafa Læknishúsið, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið einnig verið færð í upprunalegt horf.

Franski spítalinn var skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld tekinn niður og fluttur á Hafnarnes, við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð. Var búið í húsinu fram á áttunda áratug síðustu aldar og fór það síðan í eyði.

Frönsku húsin voru formlega opnuð sumarið 2014. Í þeim er nú starfrækt Fosshótel Austfirðir, veitingastaðurinn l'Abri og safnið Fransmenn á Íslandi.

Frönsku húsinn hlutu menningarverðlaun Evrópusambandsins árið 2014, Europa Nostra og er þetta jafnframt fyrsta verkefnið hér á landi sem hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

Nánar um Frönsku húsin (pdf)